Júlí er Batman mánuður á Kvikmyndir.is!

Í
tilefni af því að nýjasta Batman myndin, The Dark Knight, verður
frumsýnd 23.júlí næstkomandi þá viljum við tilkynna það að júlímánuður
er Batman mánuður á kvikmyndir.is!
En hvað þýðir það ?

Á
næstu dögum munum við endurbæta útlit síðunnar svo hún verði í þema við
stíl The The Dark Knight og þegar á líður þá munum við gefa ýmsan varning
tengdan myndinni, hafa skemmtilega leiki og margt fleira. Við munum
vera duglegir í því að birta allar heitustu fréttirnar tengdar
myndinni, enda er allt að verða vitlaust vestanhafs vegna frumsýningar
hennar,
og þá sérstaklega vegna þess að þetta er síðasta frammistaða Heath Ledger sem við munum sjá á hvíta tjaldinu.

Á
undirsíðu myndarinnar á Kvikmyndir.is
er nú þegar hægt að finna haug af aukaefni
– og við munum bæta reglulega við pottinn  þar til myndin verður
frumsýnd.

Fylgist vel með Kvikmyndir.is á næstu vikum og taktu þátt í Batman mánuði!