Það var að koma nýtt plakat fyrir kvikmyndina Skrapp út sem verður frumsýnd eftir nokkrar vikur. Þetta er mjög skemmtilegt plakat og nýji trailerinn er ekkert síðri. Leikstjóri er Sólveig Anspach og með aðalhlutverk fer Didda Jónsdóttir. Þær unni síðast saman við kvikmyndina Stormy Weather, ef þú hefur ekki þegar séð hana, farðu þá út í leigu og taktu hana. Þessi mynd virðist vera í aðeins öðruvísi stíl. Þetta er svona feelgood mynd sem ég er orðinn ansi spenntur fyrir.


