Ástin sem eftir er víða á topplistum 2025

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er (The Love That Remains), heldur áfram sigurgöngu sinni um heiminn og hefur nú verið valin á fjölda erlendra lista yfir bestu kvikmyndir ársins 2025, en frá þessu segir í fréttatilkynningu frá framleiðanda kvikmyndarinnar, Still Vivid.

Myndin var heimsfrumsýnd á Cannes-hátíðinni í maí á síðasta ári og hefur síðan verið sýnd á mörgum af virtustu kvikmyndahátíðum heims, þar á meðal Toronto, Busan, San Sebastián, New York, London, Chicago, Palm Springs, AFI, Marrakech, Sydney og Karlovy Vary, svo fátt eitt sé nefnt. Hingað til hefur myndin unnið sjö alþjóðleg verðlaun og verið seld til yfir 40 landa.

Komin á VOD – nýtt íslenskt plakat

Ástin sem eftir er er nú komin á VOD-leigur landsins, samhliða því að nýtt íslenskt plakat hefur verið gefið út. Plakatið er það þriðja í röðinni fyrir myndina og er hannað af Daníel Imsland, líkt og fyrri útgáfur. Plakatið má sjá hér neðst í fréttinni.

Myndin fór í almennar bíósýningar á Íslandi í ágúst, en hóf síðan sýningar undir lok árs í Grikklandi, Frakklandi, Danmörku og Hollandi. Í janúar fer hún svo í kvikmyndahús í Bandaríkjunum, Tyrklandi og Noregi.

Á meðal bestu mynda ársins víða um heim

Myndin hefur vakið mikla athygli gagnrýnenda og ratað á fjölda ársloka- og topplista:

Auk þess hefur myndin verið valin á lista The Film Stage yfir bestu kvikmyndatöku ársins
👉 https://thefilmstage.com/the-best-cinematography-of-2025/

og einnig á lista MUBI yfir bestu kvikmyndaplaköt ársins
👉 https://mubi.com/en/notebook/posts/the-best-movie-posters-of-2025

Ari Aster ræðir við Hlyn Pálmason

Í tilkynningunni kemur fram að leikstjórinn kunni Ari Aster (Hereditary, Midsommar, Eddington) hafi nýlega tekið viðtal við Hlyn Pálmason um myndina og feril hans í heild sinni. Viðtalið birtist í The Hollywood Reporter og má lesa hér:
👉 https://www.hollywoodreporter.com/movies/movie-news/iceland-oscar-2026-ari-aster-the-love-that-remains-palmason-1236447813/