Fyrstu 11 mínúturnar úr næstu mynd Uwe Boll

Fyrstu 11 mínúturnar úr næstu mynd eins versta leikstjóra allra tíma, Uwe Boll, hafa lekið á netið. Myndin ber nafnið Postal og fór beint á DVD vestanhafs, en ólíklegt er að hún rati á klakann. Ég held að enginn viti í raun um hvað myndin fjalli, en Osama Bin Laden og George W. Bush eiga víst að skoppa saman í gegnum grænt engi og Verne Troyer (dvergurinn úr Austin Powers myndunum)  er nauðgað af apa í einu atriði myndarinnar.

Uwe Boll er að mati margra, ef ekki flestra, versti leikstjóri allra tíma, en hann hefur náð að leikstýra og stundum framleiða alveg  ótrúlegt magn af rusli. Undirskriftarlisti er í gangi á netinu til þess að grátbiðja hann um að hætta að búa til myndir, en hann heldur ótrauður áfram. Margir muna eflaust eftir listanum ,,11 verstu myndir Uwe Boll“ sem við bjuggum til og birtum hér á Kvikmyndir.is fyrir stuttu.

Ég er búinn að horfa á þessar 11 mínútur og þær eru nóg fyrir mig, ég ætla einfaldlega EKKI að horfa á þessa mynd. Horfið á mínúturnar í videospilaranum hér fyrir neðan og sjáið gott dæmi um hræðilega kvikmyndagerð.