Þeir sem að hafa spilað Max Payne tölvuleikina þekkja það hversu hráir og ofbeldisfullir þeir eru, þannig að það ætti ekki að valda þeim vonbrigðum að myndin skuli bera R-stimpilinn (b.i. 17 ára) frá Bandaríska kvikmyndaeftirlitinu (MPAA).
Myndin var nýlega skoðuð og meðan að flestir myndu fagna merkinu er leiktstjóri myndarinnar, John Moore, vel pirraður yfir þessu.
Hann segir að myndin hafi verið tekin upp með það í huga að ofbeldið ætti ekki að fara ofar en PG-13 (talandi um að vera í takt við leikina) og kallaði hann meðlimi MPAA ýmsum nöfnum og sagði hann að þetta væri ósanngjarnt þar sem að The Dark Knight komst upp með það að vera PG-13, þrátt fyrir að vera „myrk, siðblind og hrottaleg“.
Ekki er vitað en hvort myndin verði eitthvað klippt niður til að ná upprunalega takmarkinu en myndin ætti engu að síður að rata í bíó tímanlega, þann 17. október.
Mitt álit:
Ég tel nú mjög líklegt að PG-13 útgáfa af Max Payne eigi eftir að orsaka mjög stóran pirring meðal tölvuleikjafíkla. Fox stendur enn og aftur undir orðspori sínu. Gleymum ekki hvað skeði með Die Hard…

