Paul Newman látinn…

Paul Newman lést í gær eftir langa baráttu við lungnakrabbamein, hann fæddist þann 26. janúar 1925 og var að nálgast 84 ára.  Hann var þekktastur á fyrri tíðum með myndum eins og The Hustler (1961) og Butch Cassidy & The Sundance Kid (1969) og var tilnefndur til alls 12 óskarsverðlauna og voru tvö þeirra heiðursverðlaun.  Seinast var hann tilnefndur fyrir frammistöðu sína í Road To Perdition (2002) sem margir telja hans besta hlutverk.  Newman var virkur liberal í pólitík Bandaríkjanna og hann stofnaði matarfyrirtækið Newman’s Own árið 1982.  Frá Newman’s Own fer allur gróðinn til góðgerðamála og í maí 2007 var sú upphæð kominn uppí 220 milljón dali.  Newman stofnaði einnig gjaldlausar sumarbúðir fyrir krakka sem hafa gengið síðan 1988.  

Nýlega höfðu fréttir borist um versnandi heilsufari leikarans, það virðist vera að fréttirnar voru sannar.  Paul Newman má samt eiga það að hann skilur eftir sig mjög spennandi feril og ævisögu sem mun án efa koma í fleiri bókum og jafnvel kvikmyndum byggða á ævi hans í náinni framtíð, hver veit…

Hér er hægt að lesa meira um Paul Newman.

Mitt álit:
Þetta er augljóslega mjög slæmt en allavega fékk maðurinn sinn tíma á þessari tilvist.