Sælir notendur.
Þá er komið að afmælisviku síðunnar, þar sem að nú er cirka ár síðan að Kvikmyndir.is enduropnaði með glænýju lúkki.
Á þeim tíma héldum við forsýningu á Beowulf í tilefni þess, og í ár er ætlunin að gera eitthvað álíka skemmtilegt, ef ekki enn skemmtilegra.
Í stað þess að taka einn dag frá þá var ákveðið að vera með heila viku þar sem að við myndum gera eitthvað skemmtilegt.
Við verðum með lotur af spurningarleikjum, svipað og við gerðum í sumar. Einnig erum við í samstarfi að þessu sinni við verslunina 2001, þannig að það verður ýmislegt í boði þaðan.
Frá og með morgundeginum byrja spurningarnar svo að endilega fylgist með.

