Arrested Development handrit nánast tilbúið

Leikarinn Will Arnett var í viðtali nú fyrir stuttu og opinberaði fyrir alþjóð stöðu mála varðandi Arrested Development kvikmynd í fullri lengd, sem er gerð eftir samnefndum sjónvarpsþáttum sem hlotið hafa ákveðinn cult-status. Við greindum frá því fyrir stuttu að allir leikarar þáttanna væru búnir að samþykkja að leika í myndinni.

,,Það er ekkert handrit tilbúið eins og er en það er verkefni sem Mitch Hurwitz er að vinna í. Við vonumst eftir því að tökur hefjist í lok árs. Það eru mikið af hlutum sem þurfa að smella saman, þetta eru 9 persónur sem söguþráður myndarinnar á að ná utan um. Guð minn almáttugur, ég hef aldrei vitað um mynd sem beðið er eftir með svona mikilli eftirvæntingu – þessi mynd á eftir að vera hörmung!“ sagði Arnett í viðtalinu umtalaða.