Aðeins ein sýning á Jonas Brothers

Íslenskir aðdáendur strákasveitarinnar Jonas Brothers geta heldur betur gert sér glaðan dag í næstu viku. Eftirfarandi er tilkynning frá SAM:



Það var á vordögum sem stjórnendur SAMfilm tóku þá ákvörðun að sýna ekki myndina Jonas Brothers sem er þrívíddar tónleikamynd þeirra bræðra. Menn töldu í raun að ekki væri nægur áhugi fyrir myndinni hérlendis en annað kom á daginn. Ungur maður, Árni Steinar, hafði samband við fyrirtækið hneykslaður á því að myndin væri ekki sýnd. Það er erfitt að sjá að mikil alvara sé bakvið það þegar ein manneskja hringir þannig að við báðum Árna um að safna saman sem væri tilbúinn að sjá myndina. Það var ekki að sökum að spyrja og eftir að drengurinn var kominn með myndarlegan hóp á bakvið sig var myndin sett aftur á dagsskrá og verður sýnd þann 20. maí í SAMbíóunum Kringlunni.


Einungis verður um eina sýningu að ræða þann 20. maí eins og áður segir.



Miðasala fer fram í SAMbíóunum og á midi.is


Jonas Brothers eru strákasveit þriggja bræðra þeirra Kevin, Joe og Nick Jonas en þeir hafa gefið fjórar plötur og var sú síðasta gefin út föstudaginn 15. maí síðast liðinn og ber nafnið Lines, Vines and Trying Times. Strákarnir verið tilnefndir til bæði Grammy og Bandarísku tónlistarverðlaunna.