Á þriðjudaginn, 2. júní, verður haldin sérstök forsýning á Terminator Salvation sem við hér á síðunni munum gefa miða á. Í boði eru tveir miðar á mann og þarf ekki nema að svara nokkrum spurningum til að eiga séns á þessum miðum.
Sýningin verður í Smárabíói kl. 20:00 og þurfa þátttakendur að gefa upp fullt nafn og kennitölu með svörunum þar sem myndin er bönnuð innan 14 ára.
Getraunin er sáraeinföld. Spurningarnar hljóma svo:
1. Hver er leikstjóri myndarinnar og hver var fyrsta kvikmyndin hans?
2. Hvaða ár komu hinar þrjár Terminator-myndirnar út?
3. Anton Yelchin leikur persónuna Kyle Reese í Terminator Salvation. Í hvaða nýlegri sumarmynd lék hann persónuna Pavel Chekov?
Svörin sendast, sem fyrr, á tommi@kvikmyndir.is. Ég mun draga úr réttum svörum eftir viku (s.s. mánudaginn næsta).

