Topp5.is hættir starfsemi

Íslenski kvikmyndavefurinn Topp5.is, sem hefur verið í umsjón Vignis Jóns Vignissonar og Lofts Inga Bjarnasonar, hefur nýlega gefið upp þá yfirlýsingu að hann hætti starfsemi eftir að hafa verið uppi síðan í ágúst 2005.

Vefurinn bauð upp á gríðarlega öflugt notendaspjall, kvikmyndagagnrýni og sýnishorn svo eitthvað sé nefnt. Einnig bauð vefurinn upp á nokkrar glæsilegar forsýningar, fyrir nokkrar hágæðamyndir svosem There Will be Blood, The Wrestler og Slumdog Millionaire.

Spjallið verður að vísu áfram uppi og verður alltaf hægt að skoða gamlar umfjallanir. Ég vil persónulega óska aðstandendum góðs gengis í framtíðinni og hrósa þeim fyrir hörkugóðan vef.