Græna
ljósið hefur frumsýnt kvikmyndina Tyson. Í fréttatilkynningu frá Græna ljósinu segir að hér sé á ferðinni ansi sláandi heimildarmynd sem þykist
ekki vera hlutlaus. „Ótrúlegt lífshlaup Mike Tyson er rakið með hans eigin orðum
og hann hlífir engum, sérstaklega ekki sjálfum sér.“
Það er hinn virti
leikstjóri James Toback og trúnaðarvinur Tyson sem leikstýrir myndinni og fær
Tyson til að opna sig sem aldrei fyrr, segir einnig í tilkynningunni.
Fyrsta myndin í Bíóhlaupi
Græna ljóssins
Með útgáfu Tyson verður
kynnt til sögunnar nýtt konsept hjá Græna Ljósinu sem kallast Bíóhlaup. Í Bíóhlaupi Græna
ljóssins er viðkomandi mynd aðeins sýnd í 14 daga og verða áhugasamir því að
hafa hraðar hendur vilji þeir sjá viðkomandi kvikmyndir í bíói.

