Bandaríska kvikmyndaleikkonan Farrah Fawcett lést í gær, 62 ára að aldri. Banameinið var krabbamein. Tvær fyrrum meðleikkonur Farrah í þáttunum vinsælu Charlie´s Angels segja Fawcett hafa verið hugrakka; „Hún var hugrökk,sterk og trúuð,“ sagði leikkonan Jaclyn Smith sem lék í öllum 5 Charlie´s Angels þáttaröðunum. „Og núna hefur hún fundið friðinn og hvílir með alvöru englum.“
Cheryl Ladd, sem tók við hlutverki Fawcett í Charlie´s Angels, segir: „Ég er miður mín vegna fráfalls Farrah. Hún var svo hugrökk, og Guð mun taka vel á móti henni.“

