Sonur David Bowies vinnur aðalverðlaunin í Edinbor

Breski leikstjórinn Duncan Jones fékk aðalverðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg í Skotlandi í gær fyrir mynd sína „Moon“. Duncan þessi er talinn mikið efni en hann á ekki langt að sækja hæfileikana því tónlistarmaðurinn og leikarinn David Bowie er faðir hans.  

Duncan fékk 20.000 sterlingspund að launum eða um 4,2 milljónir íslenskra króna. Moon var frumsýnd á Sundance hátíðinni í fyrra og er með Sam Rockwell í aðalhlutverki. Rockwell leikur þar mann sem er fastur á tunglinu. Myndin var nýlega tekin til almennra sýninga í nokkrum bíóhúsum í Bandaríkjunum í gegnum Sony Picture Classics.