Sacha þufti oft að flýja blóðþyrstan múg

Sacha Baron Cohen krafðist þess að allt tökulið hans breytti útliti sýnu fyrir tökur á myndinni Brüno. Leikstjórinn, framleiðandinn sem og aðrir þurftu að láta klippa sig, raka af sér skegg og skipta um fatastíl til þess að geta laumast inn á hinar og þessar samkomur. Þetta kemur fram í framleiðslu skýrslu (production notes) sem Universal birti í gær en skýrslan gefur skemmtilega innsýn á tökuferlið.

Í einu atriðinu þurfti Sacha og meðleikari hans að stökkva niður fjóra og hálfan meter til þess að komast undan lögreglu vegna þess að þeir hefðu getað verið brottreknir úr Ameríku fyrir ósæmilega hegðun.

Sacha freistaði þess að taka upp viðbrögð áhugamanna bardagaíþrótta ef þeir skiptu út bardaga atriði  fyrir erótískt kossaflens Brüno og kærasta hans. Þetta varð til þess að áhorfendur hentu stólum í leikarana og einn áhorfandi klifraði upp í hringinn og ógnaði þeim. Tökuliðið náði ekki að taka upp það efni sem þurfti og gerðu því aðra tilraun í öðrum smábæ. Þar voru viðbrögðin ekkert vægari en það tók fjörtíu lögreglumenn nokkrar klukkustundir að sefa múginn og bjarga tökuliðinu frá vettvangi.

Við tökur í Ísrael, þar sem bannað er með lögum að sýna mikið
hold eins og til dæmis hendur og fætur, myndaðist blóðþyrstur múgur á eftir Sacha þegar hann valsaði um hverfi borgarinnar klæddur efnislitlum
stuttbuxum og kvenmannshatti. Þetta varð til þess að Sacha þurfti að
flýja og fela sig í lítilli kjörbúð og bíða þess að verða sóttur.

Er fólk ekki orðið spennt að sjá myndina ?