Matt Damon fitubolla

Já það er rétt kæru lesendur, myndin við þessa frétt er keppóttur náfölur kroppur Matt Damon. Sá hefur aðeins þurft að bæta á sig, rétt rúmum 15 kílóum, fyrir nýjustu mynd sýna The Informant. Ekki nóg með það heldur virðist hann nógu hvítur til að leika í vampírumynd næst.

Kappinn sem er hvað helst þekktur fyrir að leika Jason Bourne fer hér með hlutverk Mark Whitacre sem er kaupsýslumaður hjá stóru landbúnaðarfyrirtæki í Ameríku. Hann ákveður að gerast uppljóstrari fyrir CIA til að fletta ofan af spillingu sem er þar innan fyrirtækisins. Það kemur hins vegar síðar í ljós að Mark er ekki eins og fólk er flest. Hann er svolítill auli, einfeldningur og á jafnvel við sálræn vandamál að stríða.

Myndin á að vera kolsvört gaman og spennumynd sem byggir á sannri sögu !

Hvernig lýst ykkur á þessa mynd ?





  • Sýnishorn

  • The Informant: Trailer