Fyrstu myndir af Scarlett Johansson sem Svarta Ekkjan eða „Black Widow“ hafa nú verið birtar. Samkvæmt Marvel heiminum þá á Svarta Ekkjan að vera heimsklassa íþróttakona, sérþjálfuð í ýmsum bardagaíþróttum, öflug skytta sem og ballerína! Ekki veit ég samt hve mikið af þessu verður innleitt í myndina.
Einnig má sjá Robert Downey Jr. í nýja Iron Man búningnum sínum sem og Mickey Rourke sem Whiplash.