Gúmmísmettið Jim Carrey hefur samþykkt að taka að sér aðalhlutverk myndar sem ber enn engan titil en verður leikstýrt af Gary Ross ( Pleasantville ). Myndin, sem er á pappírnum rómantísk gamanmynd, fjallar um mann sem verður ásóttur af draugi látinnar konu sinnar þegar hann hefur samband við sér yngri konu. Tökur hefjast nú í mars í New York og myndin verður framleidd af Universal kvikmyndaverinu. Stefnt er á að frumsýna myndina um jólin 2002.

