Náðu í appið
Pleasantville

Pleasantville (1998)

"Pleasantville - It's Just Around the Corner"

2 klst 4 mín1998

Tvö systkini á tíunda áratug 20.

Rotten Tomatoes85%
Metacritic71
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Tvö systkini á tíunda áratug 20. aldarinnar, sogast inn í sjónvarpið og festast í sjónvarpsþætti í stíl sjötta áratugs sömu aldar. Í þættinum eiga þau ástríka foreldra, gömul og góð gildi eru í heiðri höfð og allt er saklaust og barnslegt. Þar sem þau vita ekki hvernig þau eiga að komast til baka aðlagast þau samfélaginu og smátt og smátt fer lífið að verða minna og minna svarthvítt, og litir ráða meira og meira ríkjum. En eftir því sem sakleysið minnkar, fara táningarnir tveir að velta fyrir sér hvort að líf þeirra á tíunda áratugnum sé nokkuð eftirsóknarverðara en þetta líf sem þau lifa þarna.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

New Line CinemaUS
Larger Than Life ProductionsUS
Juno PixUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir listræna stjórnun, búninga og tónlist. Fjöldi annarra verðlauna og tilnefninga.

Gagnrýni notenda (4)

Pleasantville er frábær skemmtun. Handritið er ótrúlega frumlegt þótt það minni stundum á The Truman Show en myndin er samt allt öðruvísi. Þetta er fyrsta mynd sem Gary Ross leikstýrir...

David er að búa sig undir að fara að horfa á Pleasantville maraþonið. Jennifer systir hans er að búa sig undir að fara á stefnumót með aðal kvennagullinu úr skólanum. Áform þeirra st...

Kvikmyndin "Pleasantville" er kvikmynd sem kom mér umtalsvert á óvart er ég sá hana fyrst, því hún er einkar heilsteypt og vel gerð í alla staði. Enda eru flestir gagnrýnendur á því að...