Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barnaÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Seabiscuit 2003

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. október 2003

A long shot becomes a legend.

141 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Á tímabili í sögunni þegar Bandaríkjamenn þurftu á hetjum að halda til að hjálpa þeim að gleyma vandræðum sínum, þá kom Seabiscuit til bjargar. Myndin er sönn saga um hinn smávaxna keppnishest Seabiscuit, en sigrar hans lyftu anda þjóðarinnar.

Aðalleikarar


Mjög skemmtileg og einstaklega falleg mynd sem var tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna þar á meðal sem besta mynd.Myndin

er byggð á sönnum atburðum eða hálfblindur knapi (Tobey Maguire,Spider Man)finnur hestinn Seabiscuit. Fyrst er hesturinn tregur og heimskur en svo verður hann einn fremsti veðhlaupahestur í Ameríku. Andrúmsloftið endurspeglast alveg við byrjun tuttugustu aldarinnar. Jeff Bridges (Fearless) er góður í hlutverki umboðsmannsins og ég hrósa sérstaklega William H.Macy fyrir leik sinn sem vitlausa útvarpsfréttamannsins en hann leikur að mínu mati best í myndinni. En útkoman úr öllu þessu er mjög góð mynd fyrir alla aldurshópa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Yndisleg mynd sem að enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Mynd sem er um sannan kærleik og með þann boðskap að maður eigi ekki gefast upp þó að á móti blási og láta draumana sína rætast. Þetta er hugljúf mynd sem endurspeglar á vissan hátt þann tíma sem myndin gerist á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Loksins þorir einhver að gera fallega og hugljúfa mynd á þessum stríðstímum sem við lifum á núna í dag. Mynd er sönn (Og hver vill ekki sannleika frekar en skáldskap)um eitt frægasta hestakapphlaup fyrr og síðar í USA. Myndin gerist á tíma þegar kreppan var í hámarki í USA. Og er gaman að sjá hvernig hesturinn er látin gefa þeim sem sárt eiga að binda eftir hrunið á Wall street, byr undir væng í þeirra erfiða lífi.

Myndin dettur aldrei niður þó hún sé í drama myndaflokk. Hún nær uppi góðri spennu og maður lifir sig vel inní myndina.

Ég mæli með þessari mynd einfaldlega vegna þess að þú sem ert að lesa núna þessa grein hefur gott af því að fara á þessa mynd og koma brosandi út af henni og ég get lofað þér því að þú sofnar vel. Myndin er fyrir alla aldurshópa (líka töffara).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.11.2023

Hélt að það kæmi engin forsaga

Árið 2008 tók rithöfundurinn Suzanne Collins unglingabókageirann með trompi með The Hunger Games bókunum, sem slógu í gegn á methraða. Ekki leið á löngu áður en Hollywood brást við og hóf gerð mynda eftir bóku...

08.04.2012

Hver mun leikstýra Hunger Games 2?

Lionsgate vinna nú hörðum höndum að því að koma Catching Fire, annarri bókinni í Hunger Games seríunni, á hvíta tjaldið eftir að fyrsta myndin kom sá og sigraði í miðasölunni nú í vor. Gary Ross (Seabiscuit) leikstýrði sem kunnugt er fyrstu myndinni eftir að hafa barist hart fyrir því ...

15.11.2011

The Hunger Games stikla

The Hunger Games, myndin sem Hollywood vonast til að starti næstu unglingaseríu sem allir verða að fylgjast með, hefur fengið stiklu. Myndin er byggð á bók eftir Susan Collins, leikstjóri er Gary Ross (Seabiscuit) og me...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn