Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Haunting
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Við hverju bjuggust þið? The Haunting er einfaldlega fín afþreying og ekkert meiri en það. Þriggja stjörnu skemmtun og alveg þess virði að sjá. Ég meina, engin bjóst við meistarastykki. Okei, hún er ekkert vel leikin, sum atriði eru sorry-ass en í heild þá er þetta fín skemmtun. Reyndar finnst mér að Jan de Bont (leikstjórinn) gerði of mikið úr tæknibrellunum og mér brá eiginlega bara við atriði sem voru frekar "cheap", eins og nokkur draugahús atriði en hey mér brá, ég skemmti mér vel og fékk ekki martraðir. Einu sinni á hundrað ára fresti kemur mynd eins og Shining og 20 árum seinna talar fólk enþá um hana. En það gerist bara örsjaldan. Hvað hefur maður séð marga virkilega GÓÐAR hryllingsmyndir? Kannski Child´s Play 3? Eða Evil Dead 2? Kommon hryllingsmyndir EIGA að vera væmnar og "sorry-ass" og The Haunting er það einmitt. Að lokum vil ég taka fram að The Haunting er EKKI endurgerð af gömlu útgáfinu, en er gerð eftir bókina eftir Shirley Jackson. Leikstjórinn þurfti að sjá til þess að ekkert í nýju útgáfuni væri eitthvað líkt og í þeim gömlu vegna þess að þeir voru ekki með rétt til þess að herma eftir. Þess vegna eru kannski þeir sem sáu fyrri myndina vonsviknir...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Rosalega eru allir kröfuharðir í dag Ég verð nú bara að vera ósammála öllum þessum kvikmyndasnillingum sem "dissa" Episode I og verð því bara að gefa henni 4 feitar stjörnur. Myndin er snilld. Myndin passar akkúrat í Starwars-Trilogy og er ótrúlega vel gerð. Geðveikar tæknibrellur, flottar persónur, æðisleg tónlist og spennandi söguþráður. Málið er að kvikmyndagagnrýnendur hafa alltaf rakkað starwars myndirnar niður. Og hvað er málið með dissið á Jar-Jar Binks? Ótrúlega flottur karakter Samkvæmt kvikmyndagagnrýnendum var í Episode IV var C-3PO leiðinlegasti karakter sem hafði komið fram í sögu kvikmynda. Í Episode V var það Yoda og Episode VI voru það Ewoks. Og núna er það Jar-Jar. Erum við að fá Deja-Vu? Þetta er í raun og veru mjög simple, allir sem fíla ekki starwars skilja hana einfaldlega ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
8MM
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

8mm kom mér að óvart. Hún var ekki nærri eins góð og ég hélt hún myndi vera. Myndin byrjar vel en endurinn er svo hrikalega langdreginn og fáranlegur að mér finnst hún hefði mátt að enda miklu fyrr. Ég er sammála Sigurði um það að Joel Schumacher sé hrikalegur leikstjóri, þetta er svona gaur sem hermir alltaf eftir öðrum leikstjórum og klúðraði Batman-seríunni alveg með Batman Forever og Batman & Robin, myndir sem hefði aldrei átt að gera. Kannski er fullt af fólki sem dýrkar þessa mynd og fannst endurinn ganga upp en að mínu mati var hún bara léleg. Einn af góðum punktum í myndinni var tónlistin. Nicholas Cage kom mér á óvart, hann lék hrikalega illa í endinn. Joaquim Phoenix stendur sig samt frábærlega og er upprennandi stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Buffalo '66
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Buffalo ´66 er ein af þessum independent myndum sem kvikmyndaunnendur mega ekki láta fram hjá sér fara. Hún er leikstýrð og skrifuð af Vincent Gallo (Truth or Consequences), en hann leikur einnig aðalhlutverkið. Christina Ricci leikur á móti honum og kemur hún verulega á óvart. Kvikmyndatökurnar eru frumlegar, staðsetningar góðar og leikurinn er fínn. Þetta er öðruvísi ástarsaga með frábærum endi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fear and Loathing in Las Vegas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Við erum að tala um það að Fear And Loathing In Las Vegas er einfaldlega án vafa ein besta mynd sem ég hef séð. Myndin segir frá sannsögulegu ævintýri Hunter S. Thompsons (Raoul Duke) og Dr. Gonzo til Las Vegas. Í kjölfarið lenda þeir í alls konar dóp- og sýru rugli sem er ÞAÐ raunverulegt að maður fer að efast um það hvort maður sé edrú sjálfur. Myndin á reyndar 5 stjörnur skilið en því miður eru aðeins leyfðar 4. Ég er mjög ósammála Ásgeiri Sigfússyni um að maður þurf i að reykja nokkrar jónur til þess að botna í henni. Myndin er vel steikt en með húmor sem allir fíla. Terry Gilliam (12 Monkeys) var án efa rétti maðurinn til þess að leikstýra og Johnny Depp sannar enn og aftur að hann er ekki bara sætt andlit heldur að hann kann að leika. Benicio Del Toro fitnaði um 20 kíló til þess að passa inní hlutverkið og er svo rosalega flottur sem dr. Gonzo að það liggur við að maður fari að hlæja í hvert skipti sem hann sést á skjánum. Kvikmyndatakan er frábær og minnir stundum á U-Turn og tæknibrellurnar eru mjög raunverulegar. Myndin er eiginlega perfect og er algjört augnakonfekt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pleasantville
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pleasantville er frábær skemmtun. Handritið er ótrúlega frumlegt þótt það minni stundum á The Truman Show en myndin er samt allt öðruvísi. Þetta er fyrsta mynd sem Gary Ross leikstýrir og gerir hann það næstum gallalaust enda er hann líka ábyrgur fyrir handritinu. William H. Macy kemur hér aftur á óvart og Jeff Daniels leikur líka ágætlega. Myndin minnir á söguna um Höggorminn í Paradís og sýnir á skoplegan hátt hversu fáranlegur Ameríski Draumurinn er. Ég er alveg á því að þetta er ein af frumlegasta myndum í ár og að hún veldur ekki vonbrigðum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Half Baked
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ókei, Half-Baked er ekki mjög góð mynd.....en hún er drullufyndin! Myndin fjallar um fjóra gaura sem gera ekkert nema reykja gras og hass. Dag einn lendir einn af þeim í fangelsi fyrir að drepa hest og vinir hans reyna að bjarga honum með fáranlegum tilraunum. Margar frægar leikarar koma fram í smáhlutverkum og má nefna Tommy Chong, Bob Saget ótrúlegt en satt, Willie Nelson, Snoop Doggy Dogg o.fl. Eins og ég sagði áðan er myndin ekki mjög góð eða svoleiðis en maður hlær eins og mother..., sérstaklega ef maður kannast við aðstæðurnar. Þrjár stjörnur fyrir húmor!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Idioterne
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Idioterne er sjokkerandi mynd. Hún er tekin upp af Lars Von Trier í Dogma stíll sem inniheldur það að myndin má ekki vera hljóðblönduð, ekki má nota sérstakar lýsingar nema þau sem eru á staðnum og ekki má nota þrífót heldur verður leikstjórinn að halda á kameruna svo eitthvað sé nefnd. En það gerir hana frábæra vegna þess hvað tökurnar eru amateurs-legar verður myndin mjög raunveruleg. Leikararnir eru æðislegar og standa sig frábærlega sem þroskaheftir. Þessi mynd sannar bara að til þess að gera góða mynd þarf maður ekki mikinn pening eða flottar græjur. Fyrir þá sem eru fullsaddir af Hollywood-myndum er þetta frábær mynd, en líka fyrir þá sem vilja sjá eitthvað öðruvísi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ronin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ronin er bara í einu orði sagt rosalega góð. Kvikmyndatakan er frumleg, handritið alveg pottþétt og sviðsetningin frábær. Robert De Niro leikur alveg ágætlega og Stellan Skarsgard er frábær vondi karl. Handritið er virkilega flugbeitt og passar alveg. John Frankenheimer vandaði sig virkilega á þessari mynd og á hann ekkert nema lof skilið. Þetta er ein af fáum myndum sem lítilsvirðir áhorfendum sínum ekki með því að nota auðvelt handrit og flottar tæknibrellur, heldur er hún mjög vönduð og sérstök. En þetta er heldur alls ekki Hollywood-mynd, sem betur fer. Þessi mynd er næstum því alveg gallalaus og ég mæli gjörsamlega með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vampires
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er svo hissa. Vampires er virkilega einn léglegasta mynd sem ég hef séð. Leikararnir eru hrikalegir, tæknibrellurnar ömurlegar, tónlistin passar ekki, söguþráðurinn er langdreginn og fyrirsjáanlegur og kvikmyndatakan er fáranleg. John Carpenter, sem hræddi skítinn út úr mér með In The Mouth Of Madness, hefur aldrei gert annað eins. Þetta er svo ófrumleg mynd að það er ekki fyndið. Ef þetta væri B-mynd væri hún góð en hún er er A-mynd, þannig séð. Myndin er það sorgleg að í endanum gat ég ekki gert annað en að hlæja. Og þetta er ekki grínmynd. Það eina góða við myndina er það að það sást í rassinn á Sheryl Lee og myndin er full af alsberum gellum. Hún fær hálfa stjörnu fyrir það. Yfirleitt þegar einhver segir við þig að mynd er léleg viltu samt sjá það með eigin augu, en í þessu tilfelli er það tíma og peninga sóun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Soldier
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjört skull. Geðveik hugmynd sem var einfaldlega illa framkvæmd. Paul Anderson leikstjóri Event Horizon klúðraði myndini þó nokkuð mikið fyrir utan sviðsetninguna. Kurt Russel var sjálfur óánægður með leik sinn og er ég sammála honum. Handritið er nokkuð gott og mátti ekki búast við öðru. Myndin er næstum alveg tallaus og þar með eru persónurnar hræðilegar. Ég var frekar vonsvikinn og mjög óánægður með endirinn. Algjört klúður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
U Turn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað eru allir að pæla með því að dissa Oliver Stone? U-Turn sannar enn og aftur að Stone er kóngurinn. Myndin er afskaplega vel tekin og skapar smá film-noir stemming sem sakar ekki. Sean Penn stendur sig æðislega og ekki má gleyma Nick Nolte, Claire Danes, Jon Voight og að sjálfsögðu Billy Bob Thornton. Handritið er geðveikt og endurinn kemur á óvart. U-Turn er einstök flétta sem ætti ekki valda vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Á blindflugi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Á Blindflugi kemur á óvart. Handritið er ferskt og skemmtilegt og myndinni vel leikstýrt. Myndin fjallar um ungan mann sem reynir að hætta að reykja og veit maður sjálfur hversu erfitt það er. Kvikmyndatakan fær stóran plús og þar að auki leikstjórn Gunnars. Þar sem myndin er tallaus minnir hún soldið á Mr. Bean en það er meint með góðan tilgang. Eini gallinn er hversu sannfærandi myndin er og hversu mikið manni langar í sígaréttu meðan hún stendur. Vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost in Space
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lost In Space er fyndin. Ekki haha-fyndin heldur bara fyndin. Myndin er byggð uppá gömlu ævintýraseríuna frá eitthvað um 1967 og sést það vel. Handritshöfundurinn er sá sami sem gerði Batman og Robin svo það skýrir margt. Ég skil ekkert hvað Gary Oldman er að pæla með því að taka svona hlutverk og William Hurt er eins dauður og hann getur verið. Tæknibrellurnar eru samt frábærar og er það góð ástæða til þess að sjá myndina. Þrátt fyrir því að þetta á ekki vera gamanmynd er hún samt fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blade
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Blade er algjört möst fyrir vampíru-áhugamenn og veldur varla vonbrigðum. Handritið er hratt og heldur áhuga mans alveg í botn. Kvikmyndatakan er virkilega frábær og að mínu mati frekar nýstárleg. Hún skapar alveg frábæra stemmingu í myndina og verð ég að gefa Theo Van Sande (kamerumanninum) stóran plús fyrir það. Wesley Snipes er þó frekar slakur en Kris Kristofferson kemur á óvart. Tæknibrellurnar eru frábærar, búningarnar einnig. Þriggja stjörnu hasarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taxi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Taxi er hröð og skemmtileg mynd með flottar tökur. Handritið er flott þótt það sé svolítið amerískt. Luc Besson er greinilega að reyna að komast á Hollywood markaðinn, þótt það saki ekki en ég er alveg viss um að myndin á eftir að verða endurgerð í Hollywood. Þótt að leikararnir séu næstum því óþekktir standa þeir sig mjög vel. Taxi er fyndin og spennandi og endirinn kemur á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Out of Sight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Out Of Sight er byggð á metsölubók Elmore Leonards (sem skrifaði einnig Jackie Brown) og er handritið ótrúlega skemmtilegt. Hins vegar er myndin ekkert spes þannig séð. Leikstjórinn Steve Sondenbergh reynir að ganga í lið með reyfaraleikstjóra Hollywoods sem gengur ekkert. Hann reynir að endurvekja gömlu Shaft-myndatökuna sem hann einfaldalega ofnotar. Leikaravalið er týpískt, George Clooney (From Dusk Till Dawn), Jennifer Lopez (U-Turn) og Ving Rhames (Pulp Fiction). Þótt að margt gott sé í myndini, t.d. handritið og tónlistin, var ég einfaldlega ekki ánægður með hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei