The Rock verður… Tannálfurinn!

Nei þetta er ekki slæmt grín, ekki „fan-made“, þetta er ekki grínmynd eftir Farrelly bræður og það er ekki fyrsti apríl. Dwayne Johnson betur þektur sem The Rock mun leika tannálfinn í nýrri mynd. Söguþráður myndarinnar er sá að Dwayne leikur hokkí spilara sem gerir eitthvað af sér og sem refsingu þarf hann að vera tannálfurinn í viku.

20 Century Fox hefur nú sent út postera fyrir myndina og getið þið séð þá hér fyrir neðan.

Verð samt að viðurkenna að ég hefði alveg orðið pínu spenntur ef Farelly bræður hefðu verið að leikstýra þessu…