Nígeríumenn banna District 9

Þetta ætti svo sem ekki að koma mörgum á óvart miðað við þær fréttir sem hafa borist frá Nígeríu síðustu daga. Þeir eru víst hundfúlir yfir því að myndin sýni þá sem mannætur og glæpamenn. Nú hefur ríkisstjórn landsins bannað sýningar á myndinni og hafa gert upptæk öll eintök af myndinni, þeir biðja Sony um afdráttarlausa afsökunarbeiðni.

„Okkur líður illa út af þessu því þetta svertir ýmind Nígeríu með því að sýna okkur sem mannætur og við séum glæpamenn. Nafn fyrrum forseta landsins er notað fyrir leiðtoga glæpahópsins og kvenfólkið okkar sýnt sem vændiskonur sem sofi hjá geimverum. Við höfum því beðið Sony um afdráttarlausa afsökunarbeiðni vegna þessa persónuárása gegn ýmind Nígeríu.“

Ég er bara feginn að þeir hlusti ekki á Tvíhöfða þar sem Jón Gnarr spjallar við Nígeríusvindlarann. Annars kæmu þeir líklega til Íslands og myndu éta okkur og sofa hjá geimverunum okkar.