Sjálfstætt framhald What Women Want

Hver man ekki eftir What Women Want með Mel Gibson og Helen Hunt? Fín,
saklaus deit-mynd sem hafði skemmtilega hugmynd. Sú mynd kom út fyrir
cirka 8 árum síðan, og nú vill Disney – af öllum fyrirtækjum – búa til
sjálfstætt framhald sem tekur sömu hugmynd og gerir úr henni
unglingamynd „fyrir Step Up markhópinn,“ eins og Variety segir.

Stúdíóið vill segja sömu sögu, en frá öðru sjónarhorni en fyrri myndin gerði,
og mun hún líklegast bera heitið WHAT BOYS WANT.  Það verður spes að sjá
hvernig verður unnið úr þessari hugmynd, þar sem við vitum öll að það
er ekki flókið hvað strákar vilja. Spurning hvernig hægt verður að láta
fjölskylduvæna unglingamynd snúast í kringum það.

Aðstandendur What Boys Want eru einmitt þeir sömu og eru að skipuleggja STEP UP 3-D. Ójá, þið lásuð rétt.

Annars, talandi um Step UP… Kíkið hér á alveg magnað brot úr myndinni sem sýnir einhverja vandræðalegustu „continuity“ villu sem ég hef séð.