Fyrir þá sem ekki voru búnir að taka eftir þá var að koma út sýnishorn fyrir nýjustu Clint Eastwood-myndina, Invictus, þar sem Morgan Freeman fer með hlutverk Nelson Mandela og hafa margir spáð því að hann gæti hreppt Óskarstilnefningu fyrir hlutverkið.
Eins og áður þá er trailerinn að finna á forsíðunni og undirsíðu myndarinnar (og að sjálfsögðu er mælt með því að skoða hann í fullscreen). Hún er síðan forsýnd þann 12. febrúar á næsta ári.
Annars var líka að detta inn annað sýnishorn og það er fyrir myndina Smokin’ Aces 2: Assassins Ball. Þetta er augljóslega framhald (eða „prequel“ reyndar) af spennumyndinni frá 2007 þar sem Ray Liotta, Andy Garcia, Ben Affleck, Ryan Reynolds og Jeremy Piven fóru með helstu hlutverk. Smokin’ Aces 2 fer að vísu beint á DVD og er reiknað með því að hún komi út í kringum janúar á næsta ári.

