Smjörtarfurinn George Clooney mun enn og aftur taka að sér að leika fyrir hina frábæru Coen bræður, en síðasta mynd sem þeir gerðu saman var hin frábæra O Brother, Where art thou?. Þessi nýja mynd heitir Intolerable Cruelty, og henni er lýst sem dökkri rómantískri gamanmynd. Aðrir leikarar í myndinni eru m.a. Michael Douglas og hans yngri helmingur,Catherine Zeta-Jones. Er söguþráðurinn á þá leið, að skilnaðarlögfræðingur einn er svo fær í starfi sínu, að hann nær að koma í veg fyrir að kona manns eins fái nokkuð út úr skilnaðinum þrátt fyrir að hún hafi komið að honum í rúminu með annarri konu. Eiginkonan reiðist lögfræðingnum svo mjög, að hún finnur upp leið til að losa hann við allar hans eigur og láta hann finna hvernig það er, en málið flækist þegar ástin tekur völdin milli þeirra tveggja.

