Kvikmyndir.is sækist núna eftir metnaðarfullum fréttamanni til að skrifa fyrir vefinn. Við stjórnendur (þ.e. ég ásamt Þóroddi Bjarnasyni og Eysteini Guðnasyni) munum áfram skrifa fréttir en okkur vantar helst einn í viðbót sem væri til í að fjalla um það heitasta í Hollywood-heiminum (helst ekki slúðurfréttir samt).
Oddur E. Friðriksson (sá sami og sá alltaf um „svölustu VHS kápu vikunnar“) er kominn í langt frí til að sinna náminu og því þarf einhver að hlaupa í skarðið.
Um er að ræða sjálfboðastarf (í bili allavega – menn þurfa fyrst að sýna hvað í þeim býr) sem býður þó upp á alls konar fríðindi. Vefurinn hefur hingað til verið borinn uppi af hörðum kvikmyndaáhugamönnum og er nánast skilyrði að umsækjandi kalli sig slíkan.
Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn þá skaltu senda póst á tommi@kvikmyndir.is og segja aðeins frá sjálfum/sjálfri þér og hvers vegna þú værir til í að gerast stjórnandi hér á síðunni.
Umsóknin verður opin í viku frá og með deginum í dag (19. nóv.), sem þýðir að þið hafið til 26. nóvember til að senda póst. Á þeim degi mun ég tilkynna hver verður valinn. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára.
Hlakka til að „heyra“ frá ykkur.

