New Moon gerir allt vitlaust í miðasölum úti

Þegar ég sá Twilight í fyrra bjóst ég aldrei við því að það gæti orðið möguleiki að framhald hennar gæti gert næstum því jafn góða hluti í miðasölum vestanhafs og The Dark Knight! En fyrst að Transformers 2 (sem margir hötuðu) getur gert kraftaverk í miðasölum úti þá ætti það ekki að koma á óvart að glitrandi vampírur og reiðir varúlfar geti það líka.

Það vissu allir að New Moon myndi taka toppsætið yfir helgina í bandaríkjunum, en samtals náði hún að moka inn $140,7 milljónum! (TDK tók inn $158, og setti nýtt með í helgarsölu) sem er algjört grín miðað við mynd sem kostaði $50 milljónir í framleiðslu. Aðstandendur A Christmas Carol og 2012 (tvær af dýrustu myndum ársins, sem hafa ollið miklum vonbrigðum í aðsókn) eru ábyggilega að verða vitlausir!

Já, stelpur virðast ekki fá nóg af því að sjá Robert Pattinson og Taylor Lautner bera að ofan (ég vildi að hægt væri að segja það sama um stráka og Kristen Stewart) og þetta er greinilega merki um meiri áhuga gagnvart fyrirbærinu. Það eru enn tvær myndir eftir í seríunni, Eclipse og Breaking Dawn. Eclipse er einmitt væntanleg næsta sumar. David Slade (Hard Candy, 30 Days of Night) leikstýrir henni.

New Moon kemur hingað í bíó á miðvikudaginn næsta.* Umfjöllun um myndina verður birt á sama degi. Annars var haldin sérstök „aðdáendasýning“ núna fyrir helgi og voru viðtökur afar jákvæðar (meira um það á Facebook-síðunni okkar).

*Frumsýningadagurinn færðist eftir frábærar viðtökur úti.