Paul Greengrass, sem leikstýrði The Bourne Supremacy og The Bourne Ultimatum, hafði hugsað sér að snúa aftur og leikstýra þriðju framhaldsmyndinni í þessari seríu, en nú hefur hann opinberlega ákveðið að sleppa því.
Greengrass er ekki búinn að vera ánægður með þau handrit sem Universal hefur skaffað. Fyrst hafði George Nolfi (Ocean’s Twelve, Bourne Ultimatum) skilað inn uppkasti sem var hafnað af leikstjóranum og síðan tók Josh Zemuter (sem fínpússaði handritið fyrir Quantum of Solace) við. Ekki bara var handrit Zemuters hafnað heldur hafði Greengrass aldrei samþykkt að ráða hann þannig að hann gafst algjörlega upp á því að reyna að halda áfram með seríuna. Honum finnst jafnvel réttlátara að leyfa sögunni að enda með Ultimatum, en á meðan stúdíóin geta grætt auka milljónir með fjórðu myndinni þykir það ekki líklegt.
Hins vegar, samkvæmt ThePlaylist, þykir þetta ekki ólíkt Greengrass og er hann sagður hafa ætlað að „baila“ áður við gerð kvikmyndar. Það kemur vonandi allt í ljós á næstu mánuðum.
Persónulega finnst mér óþarfi að framlengja seríuna. Ultimatum hafði flottan endi. Annars, ef þeir myndu ákveða að gera nr. 4, þá finnst mér hún ætti að heita Bourne to be Wild.

