Nýjasta Tarantino-myndin sem gerði allt brjálað hér í sumar (og myndaði ótrúlega öfluga forsýningu hjá okkur) er nú að koma út á DVD og Blu-Ray þann 10. des. og í tilefni af því ætla ég að gefa heppnum notendum eintök af myndinni.
Inglourious Basterds er að margra mati (og einni mínu) ein albesta myndin frá leikstjóranum og ef þið smellið hingað þá getið þið séð ýmis skemmtileg komment frá þeim sem sáu myndina á forsýningunni okkar. Aðsóknin á henni fór langt fram úr væntingum hér á landi og voru yfir 30,000 íslendingar sem sáu hana, sem gerir hana að stærstu mynd Tarantinos til þessa.
Allavega, þá átt þú möguleika á því að vinna þér inn DVD diskinn. Ég mun halda tvær mismunandi „getraunir“ þannig að í næstu viku verður einnig hægt að freista gæfunnar. Einnig er líklegt að við munum gefa einhver Blu-Ray eintök þá, fyrir þá sem vilja njóta nasistadrápanna í háskerpu.
Svokallaða getraunin núna verður með afar skemmtilegu sniði. Lof mér að útskýra:
Á föstudaginn næsta mun ég birta minn eigin topplista yfir bestu myndir áratugarins, í Tíunni þ.e.a.s. Nú er akkúrat góður tími fyrir alla íslenska kvikmyndaunnendur að stoppa og hugsa hvaða myndir frá 2000-2009 hafa mest staðið upp úr. Það sem ég vil að þú gerir er að búa til þinn eigin Topp 10-lista og deila með okkur hinum á spjallsvæðinu hvaða myndir þér fannst vera bestar á áratugnum sem bráðum fer að líða. Og það gerir ekkert til að árið sé ekki alveg búið (sem þýðir að Avatar gæti þurft að bíða).
Skiljið eftir netfang í kommentinu ykkar. Ef þið viljið ekki gefa það upp í opinni umræðu, þá sendið mér póst á tommi@kvikmyndir.is og segið mér hvaða myndir voru á ykkar lista.
Á laugardaginn, þann 5. des, mun ég síðan draga út nokkra heppna aðila og þeir munu í kjölfarið fá sendan pakka heim til sín með Basterds disknum. (og ATH. ég mun ekki velja eftir smekk fólks, þannig að þið eruð alveg frjáls með hvað þið veljið)
*UPPFÆRT*
Ég þakka ykkur fyrir þessa frábæru lista, en eins og venjulega þegar þátttaka er öflug þá getur maður aðeins verðlaunað lítilli prósentu af þátttakendum. Ég er búinn að senda póst á alla sem unnu, en engar áhyggjur ef þú varst ekki valinn, því ég mun halda áfram að gefa þessa mynd á DVD. Einnig mun ég gefa James Cameron diska og Avatar miða á næstunni. Fylgist með.

