Önnur Basterds getraun

Desember er svo sannarlega tíminn til að gefa og Kvikmyndir.is heldur fast utan um þá reglu. Þið hafið kannski orðið var við það undanfarið. En eins og áhugasamir eflaust vita þá lendir Inglourious Basterds í búðir núna á fimmtudaginn n.k. og ég ætla að vera með enn einn leik svo þú getir átt möguleika á því að næla þér í eitt eintak frá okkur.

Leikurinn verður með öðruvísi sniði í þetta sinn. Núna þarf enginn að kommenta (nema þeir vilji – en það gildir ekki sem þátttaka) heldur verður þetta bara hefðbundin getraun.

Hér fyrir neðan ætla ég að koma með nokkur myndbrot og spurningar tengdar þeim. Reglurnar gerast ekki einfaldari: Þú svarar spurningunum og sendir mér tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is. Láttu fullt nafn og kennitölu fylgja með (myndin er nú bönnuð innan 16 ára, sorrý krakkar!). Ég hef síðan samband við vinningshafa á fimmtudaginn um hádegið. Þeir fá diskinn sendan heim til sín.

Hefst þá getraunin:


Hérna sjáið þið trailer fyrir „gervi“ áróðursmyndina Nation’s Pride. Þessi mynd (sem er í rauninni bara 7 mín. stuttmynd og fylgir m.a.s. með á DVD disknum) var búin sérstaklega til fyrir Inglourious Basterds, en Tarantino sjálfur leikstýrði henni ekki.
Hver leikstýrði Nation’s Pride?

Hvaða þekkti grínleikari heldur á möppunni í þessu broti?

Ég minni annars á AVATAR leikinn, sem er enn í fullum gangi einnig. Smellið hér.