Baunaspíran Gwyneth Paltrow og eini maðurinn í heiminum sem er með fullkomið kjálkabein, Ben Affleck, eru svo merkileg með sig, að þau halda að þau geti gert betur en meistari Alfred Hitchcock. Þau ætla, ásamt Philip Kaufman ( The Unbearable Lightness of Being, Quills ) að endurgera Suspicion sem Meistarinn gerði árið 1941. Fjallar myndin um unga dömu sem kemst að því að maður hennar er kaldrifjaður morðingi og fer hún þá að óttast að hún sé næst á listanum hjá honum. Þessi endurgerð verður tekin upp í Kaliforníu og hefjast tökur líklega sumarið 2002.

