Hálftíma langt viðtal við Cameron

Ég er viss um að margir hafa velt fyrir sér hvað það er sem gerir brellurnar í Avatar svona byltingarkenndar. James Cameron hefur margoft gefið í skyn hversu langt og erfitt ferli það var að hanna þessa blessuðu kvikmynd, en maður hefur ekki alveg heyrt minnst á hvernig ferlið virkar og hvað það er sem aðskilur það frá hefðbundnum stórmyndum sem stýrast af tölvubrellum.

Hér fyrir neðan er hálftíma langt viðtal við Cameron frá PopularMechanics þar sem hann fer ýtarlega út í þróun myndarinnar og „vesenið“ á bakvið gerð hennar. Hann ber einnig brellurnar í Avatar mynd saman við brellurnar úr myndum á borð við Pirates of the Caribbean, King Kong o.fl.

Mæli eindregið með að þið skoðið: