Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Sambíóunum:
Nýjasta verkefni Ragnars Bragasonar, Bjarnfreðarson, kemur í almennar sýningar 26. desember en hefur nú þegar slegið sitt fyrsta met á Íslandi. Myndin verður sýnd í 17 bíósölum víðsvegar um Ísland en slíkt hefur aldrei gerst áður.
Sambíóin munu sýna kvikmyndina Bjarnfreðarson í 11 bíósölum en þess má geta að kvikmyndahús á landsbyggðinni hyggjast þjónusta sveitunga sína með óvenju ríflegum hætti enda hyggjast 6 staðir sýna kvikmyndina um og yfir jólin.
Engin kvikmynd á Íslandi hefur hlotið jafn góða dreifingu og þykir það gefa til kynna hversu mikilla vinsælda þeir Georg, Ólafur Ragnar og Daníel eru hjá íslendingum enda væntingar miklar.
Sýningarstaðirnir eru eftirfarandi: Sambíóin Álfabakka, Sambíóin Kringlunni, Akureyri, Keflavík, Selfossi, Ísafjarðarbíó, Akranesbíó, Seyðisfjarðarbíó, Sauðárkrókubíó, Vestmannaeyjabíó, Patreksfjörður.
Haldnar voru almennar forsýningar síðustu helgi á myndinni. Fórst þú?

