Eftir aðeins 17 daga í umferð er Avatar orðin 4. vinsælasta mynd allra tíma og það er hreinlega með ólíkindum hversu öflug hún hefur verið í miðasölum vestanhafs. Fyrstu helgina sína tók hún inn $75 milljónir, aðra helgina tók hún inn $73 milljónir og núna – þriðju helgina – tók hún inn $68 milljónir, sem er alveg merkilega lágt „drop off“ miðað við venjulega og eru eflaust aðstandendur 20th Century Fox farnir að dansa upp á borðum af gleði. Samtals er myndin komin langt yfir $300 milljónir í heimalandi sínu og yfir milljarð allt í allt umhverfis heiminn.
Listinn yfir 5 tekjuhæstu myndir allra tíma lítur svona út í dag:
1. TITANIC – $1,842,879,955
2. RETURN OF THE KING – $1,119,110,941
3. PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 – $1,066,179,725
4. AVATAR – $1,018,811,000
5. THE DARK KNIGHT – $1,001,921,825
Ég segi að Avatar eigi séns á því að enda í 2. sæti. Djöfull hlýtur Cameron að vera ánægður með sjálfan sig núna. Það er enginn brandari að eiga eina mynd á þessum lista, hvað þá tvær!

