Þeir sem bíða spenntir eftir því að Alice in Wonderland verði frumsýnd
í mars geta tekið formsekk á sæluna með því að heimsækja heimasíðu
myndarinnar. Þar er núna hægt að hlusta á brot af tónlistinni sem mun
koma fram í myndinni.
Tónlist spilar oftast ekki mjög stórt hlutverk í kvikmyndum en ein af
undantekningunum frá því eru þær myndir sem Tim Burton gerir í
samstarfi við Danny Elfman. Elfman nær gjörsamlega taki á áhorfandanum
með gullfallegum og drungalegum melódíum sem passa fullkomlega við
kvikmyndir Burtons.
Brot úr tónlist myndarinnar má heyra hér.

