Fyrsta boðssýningin okkar á árinu verður á teiknimyndina Cloudy with a Chance of Meatballs, og það er sko hellingur af miðum í boði!
Um er að ræða ofsalega steikta mynd sem undirritaður telur að eigi jafnvel meira erindi til eldri hópa heldur en barna. Myndin er vissulega litrík og skemmtileg, sem fólk á öllum aldri fílar, en aftur á móti er húmorinn rosalega klikkaður og sérvitur að þeir sem eru á unglingsaldri og yfir munu líklegast meta hann betur.
Sýningin verður núna á miðvikudaginn næsta (20. janúar) kl. 20:00 í Smárabíói. Myndin verður að sjálfsögðu með ensku tali. Ath. aðeins íslenska útgáfan verður sýnd í þrívídd.
Ef þú hefur áhuga að mæta á þessa sýningu og hlæja aðeins með okkur þá skaltu kommenta á svæðið hér fyrir neðan og segja hver(jar) er(u) þín(ar) uppáhalds grínmynd(irnar), og segðu okkur gjarnan af hverju. Skildu svo eftir fullt nafn og netfang fyrir neðan. Ef þú vilt ekki gefa upp netfang í opinni umræðu, sendu mér þá póst á tommi@kvikmyndir.is og segðu mér hvaða mynd/ir þú valdir.
Því miður munu ekki allir komast á sýninguna sem kommenta en ég mun draga út x mörg nöfn og læt vinningshafa vita kl. 21:00* þann 19. jan (s.s. í dag). Markmiðið er samt að fylla heilan sal þannig að það er nóg í boði, bara láta ykkur vita. Þeir sem vinna fá að sjálfsögðu tvo miða.
*Leikurinn framlengist um þrjá tíma.
Hérna eru nokkrar klippur úr myndinni:

