Áhorf vikunnar (8.-14. mars)

Þá
er komið að því. Tími vikunnar þar sem notendur deila með okkur hinum
hvað þeir gláptu á. Ekki gleyma einkunn og umsögn. Undirritaður tekur
frumkvæðið eins og áður.

Mín kvikmyndavika leit s.s. svona út (engin spes röð):

Alice in Wonderland (ath. teiknimyndin gamla) – 5/10
Sjarmalaus runa af atriðum sem hefðu mátt vera súrari og skemmtilegri. Flott teikning þó.

Mér
finnst líka eins og Burton hefði getað tekið þessa sömu sögu og sett
aðeins meiri dýpt í hana með nýjustu myndinni, en nei nei… Hann
þurfti endilega að breyta öllu og ráða fullt af góðum leikurum til að
vera annaðhvort pirrandi eða gagnslausir.

I Love You, Phillip Morris – 7/10
Skemmtileg
blanda af rómantískri gamanmynd og léttri „con artist“ glæpasögu.
Carrey og McGregor eru ómótstæðilegir saman og handritið, sem er bæði
gróft og fyndið, kemur skemmtilega á óvart.

Pornstar: The Legend of Ron Jeremy – 6/10
Þessa
ætlaði ég mér alltaf að sjá þegar kallinn kom sjálfur hingað til
landsins árið 2002 til að kynna myndina. Einhvern veginn fór hún
framhjá mér og komst ég loks í það að tékka á henni um helgina. Myndin
er fræðandi og stundum skemmtileg, en hún virðist ekkert kafa út í
persónuleika mannsins, heldur sýnir bara kosti og galla þess að vera
klámkóngur.

Robin Williams: Weapons of Self Destruction (uppistand) – 8/10
Williams
er frábær uppistandari; Alltaf hress og passar að detta aldrei út í
dauðan punkt. Ég hélt glottinu allan tíman og einstaka sinnum hélt ég
að ég myndi æla úr hlátri.

Ed Wood – 8/10 (áhorf nr. ??)
Ein
af betri myndum Burtons og ábyggilega sú mynd sem er mest ólík nokkru
öðru sem hann hefur gert. Depp er æðislegur og handritið alltaf hnyttið
og áhugavert. Ég vildi óska að Burton myndi gera fleiri svona
„fjölbreyttar“ myndir, sem fara algjörlega út fyrir hans stíl (eins og
Big Fish t.d.).

Go – 6/10 (fyrsta áhorf í cirka 7 ár)
Ágætis
Pulp Fiction-knock off. Fyrstu tvær sögurnar eru hrikalega
skemmtilegar, en sú þriðja er frekar lame. Myndin pikkar upp smá hraða
í lokin en verður ekkert meira en bara fín afþreying.

Ekki
beint mikið að þessu sinni, sá voða lítið nýtt (og skammast mín
svolítið fyrir að hafa ekki ennþá séð The Good Heart). Vonandi voruð
þið virkari en ég.