Charlize Theron er Skrímsli

Hin gullfallega Charlize Theron hefur ákveðið að taka að sér aðalhlutverk kvikmyndarinnar Monster. Er hún byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um hinn svokallaða fyrsta kvenfjöldamorðingja sögunnar. Var það kona að nafni Aileen Wuornos, sem dæmd var til dauða fyrir að hafa myrt a.m.k. 7 karlmenn í Flórída á einum níu mánuðum. Myndinni, sem verður í anda Dead Man Walking, verður leikstýrt af nýliðanum Patty Jenkins sem leikstýrir myndinni eftir eigin handriti.