Dead Man Walking byggir á sannsögulegri frásögn systur Helen Prejean. Dag einn berst henni í hendur bréf frá dauðadæmdum manni, Matthew Poncelet, sem biður trúboð hennar um hjálp. Helen g...
Dead Man Walking (1995)
Mynd um dauðadæmdan morðingja, og nunnu sem vingast við hann.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Mynd um dauðadæmdan morðingja, og nunnu sem vingast við hann. Í myndinni er fjallað um samskipti þeirra eftir því sem dagarnir, klukkutímarnir og mínúturnar tifa fram að aftöku mannsins, og sterkar tilfinningar losna úr læðingi. Morðinginn, Matthew Poncelet og systir Prejean, reyna í örvæntingu að fá fram frestun á aftökunni, en inn á milli eru sýnd myndbrot af glæp morðingjans, og smátt og smátt kemur sannleikurinn á bakvið atvikið í ljós. Í viðbót við tímabundna hjálp nunnunnar þá reynir hún jafnframt að tengjast honum andlega og trúarlega, og hjálpa til við að hann fái andlegt bjargræði eftir dauðann.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur




Verðlaun
Susan Sarandon vann Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn, Sean Penn var tilnefndur til sömu verðlauna, sem og Tim Robbins fyrir leikstjórn. Bruce Springsteen einnig tilnefndur til Óskars fyrir lagið "Dead Man Walking". Fullt af fleiri tilnefningum og sigrum,












