Eftir gríðarlega velgengni The Bourne Identity, hefur Universal kvikmyndaverið iðað í skinninu eftir framhaldi. Þeir hafa nú ráðið handritshöfund fyrri myndarinnar, Tony Gilroy, til þess að skrifa handrit eftir annarri bókinni í seríunni um Jason Bourne eftir Robert Ludlum, en hún heitir The Bourne Supremacy. Í henni er kínverska sendiherranum ráðið bana af Jason Bourne. Það er þó ekki hinn raunverulegi Bourne, heldur eftirherma ein. Hinn raunverulegi Bourne verður því að finna eftirhermuna og sanna sakleysi sitt, áður en samskipti stórveldanna Bandaríkjanna og Kína versna til muna. Matt Damon ákveður hvort hann muni leika aftur aðalhlutverkið, eftir því hversu vel honum líst á handritið.

