Jamie Kennedy, sem margir þekkja úr þáttum hans, The Jamie Kennedy Experiment, mun líklegast leika aðalhlutverkið í framhaldinu af hinni geysivinsælu The Mask. Myndin, sem mun bera heitið The Son Of Mask, fjallar um annan og yngri karakter en Stanley Ipkiss var í fyrri myndinni (leikinn af Jim Carrey ), sem finnur hina töfrum gæddu grímu og notar hana til þess að öðlast það sem hugurinn girnist. Búist er við því að tökur á myndinni hefjist í sumar, meðan The Jamie Kennedy Experiment er í hvíld.

