Thomas Jane ( Dreamcatcher ) mun taka að sér hlutverk Punisher í nýrri útgáfu af ofurhetjunni góðu. Eins og alþjóð veit, þá lék Dolph Lundgren hann fyrir um 10 árum síðan, með arfaslökum árangri. Myndin fjallar um það hvernig hermaðurinn Frank Castle snýr aftur úr stríðinu, aðeins til þess að sjá konu sína og barn myrt af glæpamönnum. Hann glatar við það glórunni, og segir glæpaheiminum stríð á hendur. Jane er byrjaður að pumpa sig upp fyrir hlutverkið, en tökur á myndinni, sem leikstýrt er og skrifuð af Jonathan Hensleigh, hefjast síðar á árinu.

