Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dreamcatcher 2003

Frumsýnd: 18. apríl 2003

Four friends hung a dreamcatcher in their cabin. It's about to catch something it cannot stop.

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Fjórir æskuvinir, þeir Jonesy, Beaver Pete og Henry fara saman á veiðar á hverju ári í Maine skógana. Nú í ár skellur stórhríð á, og þeir finna mann á flækingi sem virðist með óráði og talar um ljós á himninum. Núna þurfa þeir að hugsa hratt til að stöðva geðsjúkan herforingja og ókunna veru sem hefur tekið stjórnina á huga eins þeirra.

Aðalleikarar


Þegar ég var þrettán ára polli las ég mikið af bókum, og þá sérstaklega Stephen King. Eitt sinn lagði ég leið mína á bókasafnið og tók þar: draumagildruna. En sama kvöld fór hann faðir minn á myndbandaleiguna og leigði myndina fyrir mig, en hélt að þar með þyrfti ég ekki að lesa hana. En honum skjátlaðist aldeilis.

Dreamcatcher fylgir söguþræðinum í Draumagildrunni bara alls ekki nógu vel. Mikilvægar upplýsingar koma ekki fram, persónukynning er of stutt (skemmtilegustu karakterarnir eins og t.d. Beaver eru ALLTOF stutt í myndinni) og endirinn er hreint út sagt fáránlegur. En samt sem áður nær myndin að koma með þennan rétta fílíng sem koma átti, þ.e.a.s. til að byrja með. Síðan fór hún út í algjörar nauta - afurðir. Leikararnir voru alveg ágætir og þannig séð var þetta bara ágætis B - mynd og ég mæli alveg með henni ef þú hefur EKKERT betra að horfa á ... en frekar myndi ég lesa bókina, eða horfa á einhverjar áhugaverðari myndir. Þessi nær bara einfaldlega ekki að klára dæmið. Æ þú veist: Hún byrjar vel en endar ekki nógu vel (og ég vil benda á það að bókin endaði allt allt öðruvísi)

Myndin fær tvær stjörnur fyrir alveg ágætt skemmtanagildi (klósettatriðið var ansi creepy) en annars mæli ég með að kíkja á hinar, klassísku myndirnar sem gerðar voru eftir sögu Konungsins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Dreamcatcher er alveg nokkuð góð í byrjun og frekar spennandi og sóðaleg en það mætti gera geimverurnar aðeins raunverulegri það sást að ekki var verið að vanda sig við það.Myndin er nokkuð góð í byrjun en þegar leið á síðari helming myndarinnar varð hún frekar slöpp. En myndin er um vinahóp sem fær þá sérstöku gjöf að geta talað saman með huganum sem þeir fengu frá einum félaga sínum sem hét Duddits.

En það kemur einhver geimveru faraldur í þessum bæ og skóg þarna í grennd og er Blue Unit sem er geimverudeildin að berjast gegn geimverunum en vinahópurinn er í kofa þarna í skóginum þar sem geimverurnar eru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd byrjaði mög vel spennandi forvitnileg og spennandi en eftir hlé var fjandinn laus handritið fór útum þufur og þegar maður kemst almennilega hvað gengur á ,er maður nær því að gráta en að vera hrædddur þar sem tæknibrellurnar er ekkert sérstakar og ja vondi kallinn er sorglega asnalegur en þetta er ekki búið enn hún verður bæði fáranlegt því lengra sem líður á myndinna og sífelt leiðinlegri.

Ég dauðsé eftir þessum 800kr en það var smá huggun að sjá matrix teiknimyndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lawrence Kasdan tók að sér það vandasama verkefni að leikstýra kvikmyndinni Dauðagildran eftir samnefndri bók Stephen King. Því miður tekst það ekki betur en svo að myndin verður óttalegt miðjumoð. Í stuttu máli fjallar myndin um vinina Henry (Thomas Jane), Joe (Jason Lee), Gary (Damian Lewis) og Pete (Timothy Olyphant). Þeir hafa verið vinir frá því þeir muna eftir sér. Í æsku urðu þeir fyrir yfirnáttúrulegri upplifun sem gerði það að verkum að þeir urðu næmnari fyrir umhverfi sínu. Sá sem átti mestan þátt í þessari upplifun var þroskaheftur drengur að nafni Duddits. Duddits hefur sótt á þá æ síðan.Á hverju ári hafa vinirnir farið saman í veiðiferð. Veiðiferðin þetta árið tekur óvænta stefnu þegar vont veður skellur á og villtur maður fær að hvíla sig hjá þeim í kofanum. Ekki er allt sem sýnist við þennan mann og fljótlega fara að gerast hlutir sem eru klárlega ekki af þessum heimi. Herinn kemur á staðinn með Abraham Curtis (Morgan Freeman) fremstan í flokki. Dreamcatcher byrjar mjög vel. Drungalegt andrúmsloftið nær tökum á manni og kvikmyndatakan og umhverfið á sinn þátt í að skapa magnrþungið andrúmsloft. Þetta á samt bara við fyrsta þriðjung myndarinnar því svo leysist hún upp í vitleysu og verður leiðinleg á að horfa. Persónurnar eru óskýrar og ná ekki til manns. Handritið er skothelt til að byrja með en þynnist svo út í óendalega vitleysu þegar líður á. Dreamcatcher rétt slefar í miðlungsmynd sem er hvorki góð né slæm, bara svona meðal.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð vísindaskáldsöguhrollvekja eftir snillinginn Stephen King. Nokkrir æskuvinir fara út í sveit til að fara í veiðiferð. Þeir eru allir skyggnir og hafa það frá stráki að nafni Duddits sem hefur einhvern sjaldgæfan sjúkdóm og er þroskaheftur. Þegar þeir voru litlir björguðu þeir honum frá gaurum sem voru að lemja hann og pína. En þeir uppgvötva að þarna er eitthvað fyrirbæri sem kemur út úr geimnum. En þetta fyrirbæri fer í heila einn mannsins og kallar sig Mr. Gray. Við kynnumst líka herforingja sem Morgan Freeman leikur. Hann hefur höndlast við svona geimverur í mörg ár en verður svo brjálaður. En hinir strákarnir þurfa að drepa þessi fyrirbæri en Freeman finnur þá og ætlar að drepa þá. Tæknibrellurnar eru vandaðar og svo er myndin frekar ógeðsleg og ekki fyrir viðkvæma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.09.2019

Fáðu borgað fyrir að horfa á hrollvekjur

Halloween, eða hrekkjavökuhátíðin er á næsta leiti, eða í lok október nk. Ef þú vilt gera sem allra mest úr hátíðinni og horfa til dæmis á eitthvað af hrollvekjum, þá er möguleiki á að þú getir fengið borg...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn