Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Caddyshack
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær gaman mynd sem hitti beint í mark. Myndin dregur nafn sitt af starfi aðalpersónunnar, en hann vinnur við að bera golfpoka fyrir golfara.

Það eru margar góðar persónur í þessari mynd en sú besta að mínu mati var Carl, sem var snilldarleikin af Bill Murray, hann var einhverskonar garðyrkjumaður.

Það er varla hægt að lýsa þessari mynd þú verður bara að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Metro
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Drep leiðinleg mynd sem er alls ekki spennandi. Eddie Murphy er alls ekki skemmtilegur. Engin ætti að sjá þessa mynd. Hún notar gömul senu atriði eins og þegar vagn sem getur ekki stoppað í San fran sisco. Hún fær hálfa stjörnu fyrir spennandi nafn!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Adventures of Ford Fairlane
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær kvikmynd sem er stútfull af one linerum og fyndum atriðum. Þetta er ein af mínum bestu grínmyndum.

Skemmtileg mynd sem orð fá ekki lýst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fargo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ógnvekjandi góð mynd sem er sönn saga að flestu leiti. Ég ætla ekki að fara út í söguþráðinn, maður verður bara að sjá hana sjálf/ur. En þeir leikarar sem eiginlega bara stjórna myndinni eru Steve Buscemi og svíinn knái Peter Stormare, þeir eru allveg svakalega góðir.

Það eina sem kemur í veg fyrir að þessi mynd næði 4 stjörnum er að allar góðu persónurnar eru alltaf að segja orðið ja með svona norðurlandahreim. Í byrjun fannst mér þetta frekar skondið en þegar á myndina fer að líða fer þetta að fara verulega í taugarnar á mér og ég fór að líta öðruvísi auga á góðu persónurnar.

Svo er það endirinn, hann fannst mér vera frekar snubbóttur og ekki beint fullnægjandi miðað við þessa spennutilfinningu sem maður var með alla myndina.

En að öðru leiti frábær spennumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Raging Bull
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd Martin Scorsese frá 1980 er mjög áhrifamikil og fjallar um líf boxarans Jake La Motta. Myndin er öll svarthvít sem gerir hana að mínu mati betri. De Niro er, eins og alltaf, snilldar góður og Joe Pesci er ekki verri.

Frábær mynd sem allir ættu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taxi Driver
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég á ekki til orð til að lýsa þessari snilldar mynd, mig langar helst til að fara út og öskra. Þessi mynd er mesta snilld.

Hún fjallar um leigubílstjórann Travis(þvílíkt vel leikinn af Robert De Niro) sem keyrir um götur New York borgar á næturna og sér allskonar óþvera sem kemur í ljós á nóttinni og fær allt í einu nóg þegar hann sér vændiskonu sem er aðeins 12 ára (snilldar leikin af Jodie Foster) og ákveður að hreinsa götur New York borgar.

Tærasta snilld sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Another Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alls ekki fullnægjandi mynd sem gengur því miður allt of mikið út á hasar og dóna one line joke. Þegar Bond gekk inn í augað fór svona sælu hrollur um mig og hlakkaði ég mikið til að sjá meira af gamla góða Bond. Málið versnaði n´æu heldur betur þegar klassíska Bond themeið var orðiði að einhverju Bond remixi og heldur myndin þannig áfram, sem eitt stórt remix. Þeir hjá mgm ættu að skammast sín fyrir svona slappleika. Svo gengur ekki að hafa bondgellu sem leikur betur en bond sjálfur. Hún fær 2 stjörnur fyrir flott hasaratriði og flotta bíla/gellur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bodyguard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd með Kevin Costner og Whtiney Houston. Hún fjallar um fræga söngkonu (Houston) sem er að fá hótanir og ræður til sín lífvörð (Costner) og útaf því þetta er dæmigerð klisja þá verða þau auðvitað ástfangin. Ekki beint sérstök mynd en samt ágætis skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blood Work
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Blood Work er nýjasta mynd Cilnt Eastwood og stendur hún alls ekki undir væntingum. Spennuna vantar kannski ekki en þetta er engin svaka spenni sem þú skelfur af. Eastwood er orðinn soldið gamall fyrir að vera að kela við einhverjar mexíkóskar gellur og eltast um allan bæ við raðmorðingja. Það sem bjargaði þessari mynd alveg er Jeff Daniels sem var alveg að brillera. Annars var þetta allt sama vellan: Góði kallinn, góða löggan sem hjálpaði honum, leiðinlega löggan, konan og vondikarlinn. Eflaust hefði þessi mynd líka verið betri ef það hefði ekki verið að gefa út svona margar myndir af þessum toga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Untouchables
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessa mynd tók ég á leigu fyrir nokkru með vini mínum og vissi ekkert mjög mikið um hana. Þessi mynd er snilld frá upphafi til enda. Þetta er mynd sem gerist á tíma AL capones og fjallar um Lögreglumann sem hefur heitið sér að ná honum og koma bak við lás og slá. En það er hægara sagt en gert og leitar hann því ráða gamals lögreglumanns sem er alveg með það á hreinu hvernig á að klekkja á honum. Hann fær einnig hjálp hittins ítala sem er ný genginn í lögregluna og svo bókhaldara. Þessir menn verða að svalasta gengi sem að ég hef séð í langan tíma. Myndin inni heldur góðum söguþræði sem heldur þér við myndina allan tíman, góðum leik og snilldarlegu sögusviði. Þetta er mynd sem ég mæli hiklaust fyrir alla. Ég meina það er allt í þessum pakka...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Undercover Brother
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Undercover brother er einóvæntasta, fyndnasta og skemmtilegasta mynd ársins. Hún er mikið fyndnari heldur en stærstu grínmyndir ársins. Myndir fjallar i grófum dráttum um stofnanu sem ætlar að eyða svarta kynstofninum. Þá kemur það í verk Undercover brother sem vinnur hjá b.r.o.t.h.e.r.hood samtökunum að stoppa þau. Ótrúlega fyndin mynd sem kemur kannski ekkert mikið á óvart en full af nýjum hugmyndum.

Mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Horse Whisperer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Horse Whisperer er mynd sem er í rólegri kantinum sem gerir það að verkum að hún er FREKAR svæfandi. Ég hef séð fyrri partinn af þessari mynd 3 sinnum og hef alltaf sofnað á nákvæmlega sama stað. Þessari mynd mæli ég alls ekki með nema fyrir þá sem eiga erfitt með að sofna!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
xXx
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins er komin út mynd sem gengur bara út á tæknibrellur og flottheit. Í þessari mynd er verið að stæla James Bond og einhverja dæmigerða Arnold Swarchenegger mynd. Kemur ágætlega út og er góð skemmtun. Vin Diesel er næsti Arnold Swarchenegger. Engin svaka leikur en mikið af byssum og sprengum, það er ekki eitt rólegt atriði í myndinni og ágætis tilbreyting frá þessum myndum sem eru núna og hafa verið í sumar (finnst mér). Ég mæli með þessari, samt meira fyrir yngri kynslóðina...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Austin Powers in Goldmember
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þar sem maður má aldrei búast við miklu af 3. mynd í seríu þá var þetta óvenjulega góð mynd. Það var sami húmorinn en mér fannst eins og persónurnar fengu ekki alveg að njóta sín, Michael Cane var alger óþórfi og ný persóna sem Mike Myers lék var ekki þess virði að haf en samt sem áður sniðug og fín mynd, 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hearts in Atlantis
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd sem fjallar um mann sem kemur aftur til heimabæjar síns og fer að rifja upp gamla atburði þegar hann var lítill og hitti gamlan dularfullan mann sem kenndi honum sitt hvað um lífið. Hopkins stendur sig vel og strákurinn sem leikur á móti honum stendur sig einnig mjjög vel. Góð mynd fyrir þá sem vilja hvíla sig á hasar og drápum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Austin Powers in Goldmember
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er mikill Austin Powers aðdáandi og og hoppaði þess vegna hæð mína í loft er ég frétti af mynd númer 3. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum alger snilld sem gefur hinum myndunum ekkert eftir. Fjallar í grófum dráttum um Austin sem þarf að bjarga föður sínum, virðist kljent en er það ekki, mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wayne's World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Waynes Wolrd er mynd sem ég hik laust mæli með fyrir alla. Hún fjallar í grófum dráttum um vinina Wayne og Garth sem eru með vinsælan sjónvarps þátt. Þetta er mynd sem þú getur horft á aftur og aftur og hlegið allveg jafn mikið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reign of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá sýnishornið úr þessari mynd þá verð ég að viðurkenna að ég varð spenntur (eins og allir hér að ofan) og þegar ég fór á hana þá lofaði byrjunin mjög góðu, spenna yfir spennu og fyrsti drekinn var mjög flottur. Þannig lieð fram á myndina og maður fékk að kynnast persónum og lífsháttum þeirra. Allt gott þangað til þessi Ameríski Matthew McConaughey kom til leiks. Hann er svo léglegur leikari að hann dregur myndina niður um tvær og hálfa stjörnu. Svo var það líka endirinn, það var eins og leikararnir og leikstjórinn væru hættir að nenna að gera þessa mynd, hann var asnalegur og illa gerður. fyrir þá sem vilja sjá góður tæknibrellur og ágætis afþreyjingu þá mæli ég með henni, fyrir ykkur hin, takið hana á leigu eða bíðið þangað til hún kemur í sjónvarpinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ali G Indahouse
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Að mínu mati er Ali G snillingur. Þættirnir hans eru alveg drep fyndnir. Þess vegna var ég heldur en ekki spenntur þegar ég f´+etti af bíómynd um hann. ég dreif mig í bíó með það eitt í huga að hlæja mig máttlausan. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum, alger snilld sem gefur þáttunum ekkert eftir, mæli með þessari.


Ath. Alls ekki fara á þessa mynd í þeirri von um að hún sé einhver óskarsverðælaunamynd!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Waterworld
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Waterworld er hörku góð spennumynd sem allir sem hafa gaman að spennandi dellu myndum ættu að fýla þessa í botn. Hún gerist á þeim tíma þegar pólarnir hafa sokkið og allt er vatni þakið. Fólkið verður að lifa á bátum og fljótandi eyjum sem það býr til. Allt þetta fólk er í leit að þurru landi en ekki aðalmaðurinn sem líður vel í vatni. Hann er stökkbreyttur, með tálkn(hann getur andað í vatni) þrælgóð skemmtun með frægum leikurum: Kevin Costner og Dennis ´Hopper (sem er alger snillingur að mínu mati) sem vondi karlinn. Mæli með þessari...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dragonfly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dragonfly er nokkuð góð spennu og drauga mynd og fjallar um mann sem missir eiginkonu sína og fer svo að sjá merki um allt sem er eins og drekafluga, konan hans var einmitt með fæpingablett á bakinu sem var eins og drekafluga. alveg ágætis afrþeyging. Endirinn fannst mér samt ekki vera nóg og góður. Fyrir þá sem vilja sjá veikari blöndu af the sixth sense og what lies beneath er þetta góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Gingerbread Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frekar slöpp spennu mynd sem skilur alls ekkert eftir sig. Hún er mjög fyrirsjáanleg og plottið ófrumlegt.

Leikararnir standa sig sæmilega, þó ég skilji ekki hvað Robert Duvall var að gera í þessari mynd. Það voru er mig minnir 2 atriði sem hann talaði í, í hinum var hann annað hvort að keyra bíl eða hlaupa eitthvað, hver sem er hefði getað gert það.

Sem sagt frekar ófrumleg mynd sem hefði alveg mátt sleppa að gera. Hún fær eina stjörnu fyrir ágæt, skuggaleg atriði á köflum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er sjákfur mikill Star Wars aðdándi og á allar gömlu myndirnar og fýæla þær allar í botn. Þess vegna þegar ég frétti að ný Star Wars mynd ætti að koma út gat ég ekki beðið eftir að hún kom út. Svo kom að því, ég hringdi í vin minn og við fórum á þessa mynd. En svo, úff, þetta er örugglega sú mest leiðingjarnasta mynd sem ég hef séð. Hún var ekkert lík hinum myndunum og gekk bara út á tæknibrellurnar, enginn Star wars stemning. Svo til að bæta gráu ofan á svart voru þeir með keinhvern krakka þar með. ég, persónulega, þoli ekki svona myndir þar sem krakkar eru gerðir að einhverjum svaka hetjum.

Nei þesi mynd er svo sannarlega þess virði að SLEPPA að sjá. Hún fær eina og hálfa stjörnu fyrir að hafa Liam Nelson og Evan McGregor í henni og góðar tæknibrellur, hræðileg mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Moulin Rouge!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alveg yndisleg mynd sem engin ætti að missa af. Kidman og McGregor eru alveg frábær í hlutverkum sínum. Þessi mynd er í senn grínmynd og Drama- spennumynd. Hún gerist í þessum gamla stíl en er umvafin lögum sem eru sett saman úr gömlum smellum. Ég ætla ekki að upplýsa söguþráðinn, þú verður bara að sjá þessa mynd sjálf/ur. Yndisleg mynd...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Corky Romano
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrir þá sem fýla rugl húmor er þetta mynd fyrir þá. ég sá hana á video fyrir stuttu með vinum mínum og við hlóum okkur máttlausa. Hún fjallar í grófum dráttum um Corky Romano sem er fjölskyldu skömm Romano mafíufjölskyldunar sem verður að dulbúa sig sem FBI lögga til að komast yfir gögn sem geta komið pabba hans í fangelsi. Leikurinn er í rauninni ekki mjög góður, söguþráðurinn ekkert sérstakur en ef þú horfir á hana með því hugarfari að þetta sé bara fyndin mynd til að hlæja að þá er þetta hin fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What Lies Beneath
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sko ég sá þessa mynd í bíó og ég, ja ég var í sjokki eftir hana. í fyrsta sinn þá gáði ég undir rúmið mitt áður en ég fór að sofa til að fullvissa mig um að það væri ekkert þarna undir. Þessi mynd er mest brilliant mynd sem ég hef séð hún heldur þér við allan efnið allan tímann. Þetta er hrollvekja en samt ekki svona Scream hrollvekja heldur mjög vönduð og skemmtileg. Michelle Pfeiffer er mjög góð í sínu hlutverki sem eiginkona Harrison sem fer að taka eftir undarlegum hlutum í húsinu. Það má bara ekki segja meira um myndina, þú verður bara að sjá hana með þínum eigin augum...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Matilda
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bráð skemmtileg fjölskylda mynd um undra stelpuna Matildu, sem hefur sjaldgæfa gáfu. Þessi mynd er byggð á skáldsögu Roald Dahl. Mjög fín skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei