gæti verið endurgerð sænsku gamanmyndarinnar Kopps. Universal kvikmyndaverið er ólmt í að halda grínistanum vinsæla Adam Sandler ánægðum, og í því skyni náðu þeir í kvikmyndaréttinn af myndinni. Í öllu falli mun Sandler framleiða myndina í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt, Happy Madison, en búist er við því að hann taki að sér aðalhlutverk myndarinnar. Hún fjallar um tvo lögregluþjóna í smábæ einum, sem er svo laus við glæpi að það á að leggja embætti þeirra niður. Til þess að koma í veg fyrir það, fara þeir báðir að fremja glæpi út og suður, í tilraun til þess að halda vinnunni. Verið er að ræða við David Dorffman, handritshöfund Sandler myndarinnar Anger Management, um að skrifa handritið að myndinni.

