Wahlberg sem fornleifafræðingur

Mark Wahlberg mun leika aðalhlutverkið í hasar/ævintýramyndinni The Adventures of Wyatt McHenry. Í myndinni leikur hann einskonar fornleifafræðing sem kaupir og selur formuni. Í kjölfarið lendir hann í ýmis konar ævintýrum. Myndin er gerð fyrir Paramount kvikmyndaverið, og verður framleidd af Icon Productions, en það er framleiðslufyrirtæki Mel Gibson. Myndin er byggð á væntanlegri bókaseríu eftir Rick Gibb.