Loksins hafa tökur hafist á The Chronicles Of Riddick, en hún er sem kunnugt er framhaldið af hinni skemmtilegu Pitch Black. Loksins hafa borist almennilegar fregnir af söguþræði myndarinnar, en hún gerist 5 árum eftir að Pitch Black lauk. Riddick (leikinn af Vin Diesel) hefur eytt síðustu 5 árum ævi sinnar á flakki um óravíddir geimsins, og reynir að forðast mannaveiðara sem reyna að ná honum lifandi eða dauðum. Hann lendir á plánetunni Helion, sem stjórnað er Lord Marshal ( Colm Feore ), þar sem honum er hent í neðanjarðarfangelsi. Þar hittir hann aftur Kyra, krakkann sem lifði af í lok Pitch Black. Riddick sleppur úr prísundinni, og verður þá að berjast við Lord Marshal og Necromonger her hans um líf og örlög allra á plánetunni. Aðrir leikarar í myndinni eru Judi Dench, Karl Urban og Thandie Newton. Myndin er sem fyrr skrifuð og leikstýrt af laumusnillingnum David Twohy.

