Matt Groening segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun um að hafa útlit The Simpsons Movie ófullkomið og rökstyður það þannig að hún sé virðingarvottur við handteiknaðar myndir, sem samkvæmt honum eru að hverfa sjónum. Þetta segir hann jafnframt vera ástæðuna fyrir því hversu langan tíma tók að gera hana.
Al Jean, aðalframleiðandi myndarinnar, finnst mikilvægt að litið sé svo á að kvikmyndin sé óháð framhald af þáttunum og segir það hafa verið stórt markmið að þeir sem hafa ekkert séð af Simpsons sjónvarpsþáttunum geti samt haft gaman af myndinni. Hann ætti kannski ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur af því, enda eru þættirnir á sínu 20. starfsári og eru orðnir 400 talsins. Þar að auki hafa þeir verið sýndir í ótal löndum víðsvegar um heiminn svo það er erfitt að hugsa sér að það geti verið margir sem kannast ekki við þættina.
Hægt er að lesa meira um viðhorf þeirra kumpána á fréttavef BBC

