Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Simpsons Movie 2007

Frumsýnd: 27. júlí 2007

See our family. And feel better about yours.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 80
/100

Homer leggur á flótta ásamt fjölskyldu sinni, eftir að hafa fyrir slysni, orðið valdur að mestu mengun sem heimurinn hefur séð í einum smábæ. Það gerðist þegar hann sturtaði óvart úrgangi í vatnið og mengaði þar með vatnsból bæjarins. Á meðan líf bæjarbúa er í bráðri hættu og bærinn einangraður undir glerhjúpi, þarf Homer að vinna fjölskyldu... Lesa meira

Homer leggur á flótta ásamt fjölskyldu sinni, eftir að hafa fyrir slysni, orðið valdur að mestu mengun sem heimurinn hefur séð í einum smábæ. Það gerðist þegar hann sturtaði óvart úrgangi í vatnið og mengaði þar með vatnsból bæjarins. Á meðan líf bæjarbúa er í bráðri hættu og bærinn einangraður undir glerhjúpi, þarf Homer að vinna fjölskyldu sína til baka og að sjálfsögðu ratar hann í endalausa vitleysu.... minna

Aðalleikarar

Snilld frá A-Ö
Ég hef alla tíð verið mikill aðdáandi Simpsons þáttanna. Svo þegar ég var að sjá slúðrið um þessa kvikmynd hugsaði ég \\\"Þetta er sú kvikmynd sem ég ver að sjá \\\" Ég fór á kvikmyndina með íslensku tali. Hómer (Örn Árnarson) var mjög vel leikinn. Kvikmyndin er stútfull af húmori og fleiru

Ég verð að hvetja alla til þess að sjá þessa snilldarmynd sérstaklega ef þú vill hlæja
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já, þá hlaut að koma að því. Eftir margra ára bið, er myndin um Simpson fjölskylduna loksins kominn. Þessi vinsælasta teiknimyndafjölskylda allra tíma er búinn að gleðja margann manninn í heil 16 ár, og því tímabært að fá þessa stórkostlega fjölskyldu upp á skjáinn. Þessi mynd stenst allar þær kröfur um alveg frábæra skemmtun. Frábærlega teiknuð, talsetningin hjá aðalleikurum þáttanna alveg mögnuð og hún er viðbjóðslega fyndin allan tímann. Allir helstu writers Simpson þáttanna eru við gerð þessarar myndar, og skila þeir mjög góðu handriti. Svo er fullt af frægum einstaklingum sem koma við sögu sem guest voices. Þ.á.m. Albert Brooks, Joe Mantegna, Marcia Wallace, Green Day(í óborganlega fyndnu atriði), Philip Rosenthal og svo síðast en ekki síst Tom Hanks, sem á geggjaða lokalínu. Þannig að ef þið eruð í leit að hinni fullkomnu skemmtun, þá er Simpsons myndin málið. Ég ábyrgist að þið hlæjið mikið, annars er eitthvað að. 4 stjörnur hér á bæ.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sko til að byrja með að segja að þessi mynd var ágæt frekar vönduð og góðir brandarar en vá þessi mynd var frekar mikil misheppnun útaf því að þetta var um eitthvað rugl og svo varð ég svo hneikslaður í matt groening framleiðandanum því hann var búinn að tilkynna að það ætti ekki að sýna neitt ú myndinni í trailer en svo var bara breytt þeirri skoðun og voru gerðir tveir langir og stórir trailerar af myndinni sem eyðilagði allt fyrir mér allir lang bestu brandararnir voru sýndir í þeim og þess vegna fær hún ekki fullt hús hjá mér því ég var búinn að sjá nærrum alla brandarana í trailerunum og varð ég fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er maður sem hef ávalt haldið mikið upp á Simpsons, og er ekki sá eini, því ég held að fleyrra fólk viti hver hómer simpsons er heldur en Jesú.

Þættirnir fynnst mér rosalega góðir og þó að það sé búið að gera 17 eða 18 seríur fæ ég aldrei nóg.

Mig persónulega finnst þeir samt ekki hafa staðið fyrir þeim væntingum sem ég hafði gagnvart simpsons the movie.

Þetta er algjörlega bara langur simpsons þáttur og ekkert það góður þáttur meiri segja, og heldur ekkert rosalega langur því myndin er bara einn klukkutími og 14 mínútur.

Það er að sjálfsögðu mikið af góðum bröndurum í myndinni, og fullt af fyndnum atriðum en samt ekki nóg. Söguþráðurinn er alveg fáránlega þunnur og bara frekar leiðinlegur því miður.

En ég held samt að flestir hafa eða muna hlæja af myndinni annars ertu maður með enga sál.

En eins og ég segi þá stóð hún alls ekki fyrir þeim væntingum sem ég ætlaðist af henni en samt ágætis skemmtun.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef verið mikill Simpsons aðdáandi frá því að ég var gutti og hef séð flesta þættina. Ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég sá þessa mynd í bíó, algjör vitleysa frá byrjun til enda. Kannski eitt og eitt atriði sem var gott.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn